Viðurlög og viðurlagapólitík - fjölrit
Viðurlög og viðurlagapólitík - fjölrit
Fjallað verður almennt um viðurlagakerfið, þróun þess og helstu einkenni, svo og um viðurlagapólitík, markmið hennar, forsendur og úrræði. Rætt verður ítarlega um fangelsismál, svo sem upphaf og þróun refsivistarstofnana, núverandi stofnanir, stjórn og skipulag fangelsismála, fangavist og réttarstöðu fanga með hliðsjón af mannréttindasáttmála Evrópu, evrópsku fangelsisreglurnar, öryggi í fangelsum og agaviðurlög, reynslulausn og náðun. Rætt verður um refsigæslu utan stofnana, svo sem samfélagsþjónustu, sáttamiðlun og rafrænt eftirlit og barnaverndarúrræðum verða gerð nokkur skil. Fjallað verður um refsipólitísk sjónarmið við ákvörðun refsinga, þyngd refsinga og samanburð á refsingum fyrir einstaka brotaflokka. Loks verður fjallað um fésektir og sektafullnustu og um eignaupptöku.