Verðbréfamarkaðsréttur 1 - markaðir og viðskipti með fjármálagerninga
Verðbréfamarkaðsréttur 1 - markaðir og viðskipti með fjármálagerninga
Verðbréfamarkaðsréttur 1 - markaðir og viðskipti með fjármálagerninga
Bókin er hugsuð sem kennslu- og fræðslurit á sviði verðbréfamarkaðsréttar en umfangsmiklar breytingar hafa orðið á löggjöf á þessu sviði innan Evrópska efnahagssvæðisins og hér á landi á síðastliðnum árum.
Er markmið bókarinnar að hjálpa lesendum að skilja út á hvað þetta viðamikla regluverk gengur og tryggja að á einum stað geti þeir nálgast ítarlega og vandaða umfjöllun um þær réttarheimildir sem gilda á þessu þýðingarmikla réttarsviði.
Er bókin hugsuð fyrir nemendur á háskólastigi, fjárfesta, starfsmenn fyrirtækja á fjármálamarkaði, eftirlitsaðila, lögmenn, dómara, endurskoðendur, fjölmiðla og aðra sem vinna með regluverkið á einn eða annan hátt eða hafa áhuga á að kynna sér það.
Í bókinni er að finna ítarlega umfjöllun um hvernig löggjöf á þessu sviði hefur þróast hér á landi og innan Evrópska efnahagssvæðisins. Vikið er að því hvernig eftirliti með regluverkinu er háttað og helstu grundvallarhugtökum sem gilda á þessu réttarsviði. Loks er þar að finna ítarlega umfjöllun um þær fjárfestaverndarreglur sem þar gilda, svo
sem almennu fjárfestaverndarregluna, reglur um flokkun viðskiptavina, mat á hæfi og tilhlýðileika, upplýsingagjöf til viðskiptavina, besta framkvæmd, hagsmunarárekstra, skilyrðum fyrir töku fjármálagerninga til viðskipta, lýsingar, almenn útboð og fleira.
Ritið skiptist í 5 kafla þar sem umfjöllunarefnin eru eftirfarandi:
1. kafli Inngangur
2. kafli Þróun löggjafar á sviði verðbréfamarkaðsréttar - áhrif Evrópuréttar
3. kafli Eftirlit með verðbréfamarkaðinum
4. kafli Markaðir með fjármálagerninga
5. kafli Fjárfestavernd
Höfundar: Aðalsteinn E. Jónasson og Andri Fannar Bergþórsson
Fjöldi blaðsíðna: 456 bls.