Stjórnsýslukerfið
Stjórnsýslukerfið
Höfundur: Trausti Fannar Valsson
Bók þessi er hluti af ritröð á sviði lögfræði sem fjallar á heildstæðan hátt um almennar réttarreglur íslensks stjórnsýsluréttar. Bera ritin í ritröðinni eftirfarandi heiti: Stjórnsýslukerfið, Málsmeðferð stjórnvalda, Upplýsingaréttur, Almennar efnisreglur stjórnsýsluréttar, Endurskoðun stjórnvaldsákvarðana, Opinber starfsmannaréttur og Stjórnsýsla á sveitarstjórnarstigi. Ritröðin er í heild unnin undir ritstjórn dr. juris Páls Hreinssonar forseta EFTA-dómstólsins og Trausta Fannars Valssonar dósents við Lagadeild Háskóla Íslands. Höfunda er síðan getið í hverju bindi fyrir sig.
Höfundur bókarinnar er Trausti Fannar Valsson dósent. Meðal mikilvægra umfjöllunarefna í bókinni er aðgengileg lögfræðileg lýsing á stjórnsýslukerfinu, þ.e. á því hverjir fara með stjórnsýsluna, hvernig einstakar skipulagsheildir, stigveldi og yfirstjórn er almennt upp byggð innan kerfisins og hvernig má framselja vald frá einu stjórnvaldi til annars. Í bókinni er einnig lýst á heildstæðan hátt þeim verkefnum sem stjórnvöld sinna og þeim stjórntækjum sem þau hafa til að framkvæma þau. Má líta á hana sem inngang að almennum stjórnsýslurétti. Samhliða kemur út ritið Málsmeðferð stjórnvalda eftir dr. juris Pál Hreinsson.
Product features
Product features
Materials and care
Materials and care
Merchandising tips
Merchandising tips
Share
