Handbók um barnalög eftir Hrefnu Friðriksdóttur - ný útgáfa!
Handbók um barnalög eftir Hrefnu Friðriksdóttur - ný útgáfa!
Í fyrsta lagi er hér að finna almennan hluta þar sem fjallað er um þróun, hugtök og undirstöðuatriði í barnarétti. Í öðru lagi miðast umfjöllun hér fyrst og fremst við gildandi rétt án vísana til eldri laga nema þegar það þykir varpa sérstöku ljósi á þróun og túlkun lagaákvæða. Í þriðja lagi er efni úr almennum athugasemdum sem fylgt hafa lagafrumvörpum fléttað inn í umfjöllun um einstaka greinar ásamt frekari túlkun höfundar eftir því sem við á. Í fjórða lagi er stuðst við aðrar heimildir í einhverju mæli. Að lokum í fimmta lagi byggir ritið á ítarlegri yfirferð dóma á réttarsviðinu fram til 1. desember 2021 og margir þeirra reifaðir í tengslum við einstaka ákvæði.
Í fyrsta hluta bókarinnar er fjallað stuttlega um þróun barnalaga og ýmis grundvallaratriði.
Í öðrum hluta er að farið yfir hvern kafla laganna og fjallað um einstök ákvæði.
Í lok bókarinnar er að finna barnalögin með innfærðum öllum breytingum, meðal annars skv. breytingarlögum nr. 28/2021. Í öðrum kafla er einnig vikið að reglugerð nr. 1450/2021 um ráðgjöf, sáttameðferð og samtal að frumkvæði barns.
Product features
Product features
Materials and care
Materials and care
Merchandising tips
Merchandising tips
Share
