Eignarnám
Eignarnám
Höfundar: Karl Axelsson og Ásgerður Ragnarsdóttir
Bókin Eignarnám er heildstætt fræðirit sem byggist á rannsóknum höfunda á öllum þáttum framkvæmdar eignarnáms síðustu áratugi. Áhersla er lögð á sjálfa eignarnámsákvörðunina og ákvörðun eignarnámsbóta, sem hafa hvað mesta þýðingu í framkvæmd, en jafnframt fjallað um ferlið í heild allt frá undirbúningi þeirrar framkvæmdar sem eignarnám kann síðar að helgast af og til þess tíma sem umráðataka fer fram. Enn fremur eru tekin til umfjöllunar ýmis önnur atriði sem tengjast eignarnámsferlinu, svo sem varanleiki eignarnáms, og hugmyndir höfunda um mögulegar úrbætur á löggjöf sem tengist eignarnámi.
Bókin er ætluð starfandi lögfræðingum og öllum þeim sem koma að eignarnámi með einum eða öðrum hætti, hvort sem er í stjórnsýslu, á vettvangi opinberra stofnana eða sveitarfélaga. Þá gagnast ritið lögmönnum og starfsmönnum einkafyrirtækja. Að sama skapi er það ætlað laganemum og því jafnframt hugsað sem kennslubók við lagadeildir háskólanna.