Eignaréttur 3 - nýting auðlinda og fleiri réttarreglur tengdar fasteignum
Eignaréttur 3 - nýting auðlinda og fleiri réttarreglur tengdar fasteignum
Ritið Eignaréttur III – Nýting auðlinda og fleiri réttarreglur tengdar fasteignumer það þriðja í fjögurra binda ritröð höfunda um íslenskan eignarétt. Árið 2020 kom út fyrsta bindið, Eignaréttur I – Almennur hluti og árið 2023 Eignaréttur II Umgjörð og flokkun fasteigna. Í þessu þriðja bindi er áfram fjallað um fasteignir, þar sem frá var horfið í öðru bindi. Sjónum er einkum beint að auðlindum sem tengjast fasteignum; hvernig hagað er eignarrétti að þeim og reglum um nýtinguþeirra. Þá er fjallað um aðrar réttarreglur um fasteignir sem ekki var fjallað umí öðru bindi en þar skipar umfjöllun um veðréttindi í fasteignum veigamestan sess. Í bókarlok er síðan að finna kafla, sem marka lok umfjöllunar höfunda um fasteignir þar sem þess er m.a. freistað að setja umfjöllunina í samhengi við
önnur bindi ritraðarinnar.
Bókin er ætluð öllum sem með fasteignir sýsla og þurfa að þekkja lagaumhverfi þeirra. Þar er meðal annars um að ræða laganema, starfandi lögmenn, dómara,lögfræðinga almennt, fasteignasala og aðra sem vinna með fasteignir og þurfa að kunna skil á þeim réttarreglum sem um þær gilda, t.d. í stjórnsýslu opinberra stofnana og sveitarfélaga