Bótaréttur III
Bótaréttur III
Regular price
14.800 ISK
Regular price
Sale price
14.800 ISK
Unit price
/
per
Höfundar: Eiríkur Jónsson og Viðar Már Matthíasson
Ritið fjallar um helstu sérsvið skaðabótaréttar, þ.e. þau svið skaðabótaréttar þar sem sakarreglunni er ýmist beitt með öðrum hætti en almennt er, oftast þannig að skaðabótaábyrgð er hert, eða lagareglur mæla fyrir um sérstaka skipan bótareglna og eftir atvikum vátryggingarskyldu.
Í Bótarétti I var fjallað um almennar reglur skaðabótaréttar. Í Bótarétti III er byggt ofan á þekkingu úr Bótarétti I og gerð grein fyrir helstu atriðum sérsviða skaðabótaréttar. Flest hafa sérsviðin mikla hagnýta þýðingu og á þau reynir að talsverðu marki í framkvæmd.
Ritið skiptist 15 kafla þar sem umfjöllunarefnin eru eftirfarandi:
- 1. kafli – Inngangur.
- 2. kafli – Ábyrgð vegna ökutækja.
- 3. kafli – Sjúklingatrygging.
- 4. kafli – Skaðsemisábyrgð.
- 5. kafli – Skaðabótaábyrgð barna og foreldra.
- 6. kafli – Skaðabótaábyrgð á tjóni af völdum dýra.
- 7. kafli – Skaðabótaábyrgð fasteignareiganda.
- 8. kafli – Sérfræðiábyrgð.
- 9. kafli – Skaðabótaábyrgð vegna umhverfistjóna.
- 10. kafli – Skaðabótaábyrgð hins opinbera.
- 11. kafli – Bætur vegna sakamála.
- 12. kafli – Sanngirnisbætur.
- 13. kafli – Greiðsla ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota.
- 14. kafli – Bætur vegna ærumeiðinga.
- 15. kafli – Bætur vegna brota á reglum útboðsréttar.