Alþjóðlegur skattaréttur
Alþjóðlegur skattaréttur
Alþjóðlegur skattaréttur eftir Stefán Má Stefánsson, Ragnheiði Snorradóttur og Kristinn Má Reynisson.
Alþjóðlegur skattaréttur fjallar um skattlagningu þegar viðskipti og réttarstaða skattaðila tengjast fleiri en einu ríki og leysa þarf úr því hvert ríkjanna eigi skattlagningarrétt.
Í ritinu er að finna heildstæða umfjöllun um alþjóðlegan skattarétt, með áherslu á tvísköttun, tvísköttunarsamninga, evrópskar skattareglur og reglur um gagnkvæm upplýsingaskipti milli ríkja í skattamálum.
Í ritinu er gerð grein fyrir helstu reglum sem þetta varða auk viðeigandi framkvæmdar dómstóla og skattyfirvalda bæði hér á landi og víðar.
Efni ritsins er í aðalatriðum byggt á ritinu Tvísköttunarsamningar og evrópskar skattareglur sem kom út árið 2011 í ritröð Lagastofnunar Háskóla Íslands.
Útgáfuár 2020.