Réttarkerfi Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins
Réttarkerfi Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins
Höfundar: Sigurður Líndal og Skúli Magnússon
Bókin hefur að geyma stutta og aðgengilega lýsingu á meginatriðum réttarskipunar Evrópusambandsins (ESB) og Evrópska efnahagssvæðisins (EES) án þess að gert sé ráð fyrir sérstakri kunnáttu eða undirbúningi lesandans. Í umfjölluninni er tekið mið af þeim breytingum sem orðið hafa á regluverki ESB eftir gildistöku Lissabonsáttmálans þann 1. desember 2009. Áhersla er lögð á þau atriði sem lúta að stjórnskipun, grundvallarreglum og stofnunum ESB og EES. Víða er vikið að efnisreglum með dæmum, einkum reglum um innri markað ESB.
Bókin hefur meðal annars verið samin með það fyrir augum að geta nýst sem kennsluefni í grunnnámskeiðum um ESB- og EES-rétt. Texti bókarinnar skiptist í meginmál og ítarefni til þess að gera hann aðgengilegri. Vísað er til valdra heimilda og ítarefnis (með áherslu á efni á íslensku) í lok hvers kafla og þar er einnig að finna spurningar til upprifjunar og umræðu, sem bæði geta nýst við kennslu og við prófundirbúning.