Skýring EES-réttar

Skýring EES-réttar

Verð
750 kr
Verð
750 kr
Verð
Uppselt
Unit price
per 
Virðisaukaskattur innifalinn í verði Shipping calculated at checkout.

Þessi grein er einungis seld rafrænt.

Höfundur: Ólafur Jóhannes Einarsson

Í þessari grein er fjallað um lögskýringu að EES-rétti. Er fyrst gerð grein fyrir fyrirmælum EES-réttar um þýðingu dóma Evrópudómstólsins og hvernig EFTA-dómstóllinn hefur beitt þeim, sem og hvernig dómstólarnir tveir hafa fjallað um túlkun samhljóðandi ákvæða EES-samningsins og ESB-réttar. Rakið er að EFTA-dómstóllinn hefur komist að þeirri niðurstöðu að hann breyti dómaframkvæmd sinni komi í ljós að misræmi sé á milli dóma hans og Evrópudómstólsins. Við mat á því hvort svo sé, athugar EFTA-dómstóllinn hvort sérstök sjónarmið tengd EES-rétti geti verið grundvöllur mismunandi niðurstaðna. Næst er vikið almennt að lögskýringu samkvæmt Evrópurétti og í því skyni tekin dæmi um beitingu texta- og samræmisskýringar, með áherslu á dóma EFTA-dómstólsins. Einnig er rakið hvernig tekið hefur verið á því í dómaframkvæmd, þegar ekki er fullt samræmi á milli hinna mismunandi tungumálaútgáfna sem löggjöfin er rituð á. Að auki er vakin athygli á aukinni þýðingu lögskýringargagna. Í framhaldinu er fjallað um hvernig Evrópudómstóllinn hefur beitt framsækinni lögskýringu við túlkun á sáttmálanum um starfshætti Evrópusambandsins og fyrirrennara hans, sem og við mótun stjórnskipulegra reglna ESB-réttar. Finna má mörg dæmi þess að EFTA-dómstóllinn hafi beitt framsækinni skýringu á grundvelli fordæma Evrópudómstólsins, t.d. við skýringu fjórfrelsisákvæða EES-samningsins. Frægasta dæmið um framsækna skýringu EFTA-dómstólsins er dómur hans í máli Erlu Maríu Sveinbjörnsdóttur um skaðabótaábyrgð EFTAríkjanna vegna brota gegn EES-rétti. Einnig eru raktir aðrir dómar EFTA-dómstólsins þar sem hann hefur beitt framsækinni lögskýringu og athugað að hvaða marki unnt sé að nota hana til að brúa bil á milli EES-réttar annars vegar og ESB-réttar hins vegar.