Hlutafélagaréttur - Stefán Már Stefánsson - HEFTI
Hlutafélagaréttur - Stefán Már Stefánsson - HEFTI
Hlutafélagaréttur eftir Stefán Má Stefánsson prófessor við lagadeild H.Í. er viðamikil bók sem fjallar um öll helstu álitamál hlutafélagaréttarins. Fjallað er m.a. um stofnun, skráningu, hluti, breytingar á hlutafé og sjóðum, stjórnkerfi, endurskoðun og ársreikninga, samruna, félagsslit og margt fleira. Verulegar breytingar hafa verið gerðar á hlutafélagalöggjöfinni síðustu ár og er tekið tillit til þeirra. Því til viðbótar er gerð grein fyrir fjölda íslenskra dóma og réttarheimilda, auk gerða og dóma sem gengið hafa á sviði Evrópuréttar sem rétt þótti að taka tillit til.
Stefán Már Stefánsson á langan ritferil að baki á sviði lögfræði og hefur samið ýmis grundvallarrit á þeim vettvangi. Þá hefur hann gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir opinbera aðila og verið prófessor við lagadeild Háskóla Íslands frá árinu 1979.
ATH- gormahefti